Heitavatnslokun í Skorradal 25.-28.ágúst

Vegna viðgerða hjá Veitum á djúpdælu úr borholu Skorradalsveitu verður allt húsnæði á veitusvæðinu heitavatnslaust á meða á því stendur. Fyrirhugað er að verkið hefjist þriðjudaginn 25.ágúst klukkan 08:00 og gert er ráð fyrir að því ljúki með áfyllingu á dreifikerfið seinnipart föstudaginn 28.ágúst.

Fólki er bent á að passa upp á ofna eða önnur tæki sem nota heitt vatn vegna lokunarinnar?