Jólamarkaður á Hvanneyri 20. desember
Það verður kósý stemming þennan dag í hlöðu Halldórsfjóssins á Hvanneyri þar sem fólk röltir um, bragðar á ýmsu góðgæti sem í boði er, hlýðir á jólatónlist, getur keypt sér lifandi borgfirskt jólatré og jafnvel eina litla jólagjöf. Ilmur af ristuðum möndlum, jólaglöggi, hangikjöti og jólatrjám mun fylla loftið, söngur og upplestur fyrir börn mun setja svip á daginn og aldrei að vita nema jólasveinar kíki í heimsókn.
Markaðurinn verður staðsettur í hlöðu Halldórsfjóss en það hefur nýlega verið gert upp og fékk nýtt hlutverk þegar Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið voru flutt þangað við hátíðlega athöfn.