Nýtt laugarhús (Laugabúð) vígt við Hreppslaug

5.júlí var nýtt og myndarlegt laugarhús (Laugabúð) vígt og tekið í notkun. Fjöldi gesta var viðstaddur í blíðskapar veðri. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson var  viðstaddur og heiðraði ungmennafélaga með nærveru sinni ásamt því að skella sér í sund með sundþyrstum ungmennafélögum. Er því búið að opna Hreppslaug fyrir almenning eftir rúmlega ársbið á meðan á framkvæmdum stóð. Opnunartíminn er þriðjudaga – föstudaga 18-22 og laugar- og sunnudaga frá 13-22.