Hin árlega skemmtun félags sumarbústaðareigenda í Fitjahlíð verður haldin laugardaginn 2. ágúst. Kveikt verður í brennunni kl. 21.30. Eftir brennu er boðið upp í dans í skemmunni á Fitjum þar sem Fitjabandið spilar fyrir dansi til kl. 1.00. Æskilegt er að aðilar frá og með bústöðum 61 til 70 haldi uppi brennufjöri og geri skemmuna klára fyrir og eftir ball. …
Seglskútu hvolfdi á Skorradalsvatni
Samkvæmt fréttavef Skessuhorns þá hvolfdi selgskútu á Skorradalsvatni í dag. Tvennt var í skútunni og voru báðir í björgunnarvestum. Af öryggis ástæðum var björgunarsveitin Ok kölluð út en fólkið var komið á þurrt land þegar að björgunarsveitin var komin á staðinn.
veðurblíða
Veðurstofan spáir er mjög góðu veðri næstu daga og um helgina hér á suð-vesturlandi svo nú er um að gera að skella sér í bústaðinn eða að tjalda í Selskóginum. Klukkann 9:30 í dag var komin 15 stiga hiti og sól.
Fundargerðir
Fundargerð hreppsnefndar dagsett 9. júlí sl. er kominn inn á vefinn einnig er fundargerðir nr. 21 og 22 sipulags- og byggingarnefndar líka komnar inn. Fundargerðirnar eru finna hér.
Innbrot
Brotist hafði verið inn í Skátaskálann í Skorradal mánudaginn 7. júlí sl. Engu hafði verið stolið en skápar skildir eftir opnir. Ekki er vitað hverjir höfðu verið þarna að verki en þeir höfðu grafið holu á tjaldstæðinu við skálann og grillað þar mat og skilið eftir sig bjórdósir, sígarettur og annan sóðaskap.
Hreppslaug
Ekki hefur tekist að opna Hreppslaug ennþá vegna bilunnar í hitaveituleiðslu. Illa hefur gengið á fá rétta stærð af röri til að tengja hitaveituna saman og er núna verið að leyta á Selfossi. Vonandi tekst að koma lauginn í gang.
Bongóblíða
Einmuna veðurblíða hefur verið í Skorradalnum síðustu daga og hefur hitinn farið yfir 20 stig þegar best er. Bændur eru á fullu í heyskap og er einn bóndi búinn fyrir talsverðu síðan. Enginn ætti að vera svikinn af því að vera í dalnum núna og njóta blíðunnar.
Hreppsnefndafundur
Hreppsnefndarfundur verður haldinn miðvikudagskvöldið 9. júlí kl:21:00 að Grund.
Jónsmessuhátíð
Ungmennafélgið Íslendingur stóð fyrir jónsmessuhátíð á Mannamótsflöt mánudagskvöldið 23. júní. Þar var farið í hina ýmsu leiki, grillaðar pylsur, kveikt í varðeld og inntaka nýrra félaga. Ungmennafélagið hefur haft það fyrir vana sinn að bjóða börnum sem hefja eiga sína fyrstu skólagöngu í haust að ganga í félagið og afhenda þeim trjáplöntu að gjöf. Hér má sjá mynd af stoltum …
Bíll brann
Kveiknað hafði í jarðborunnarbíl í dag (mánudaginn 23. júní) um hálf sexleytið og var slökkvilið Borgarbyggðar kallað út til að ráða niðurlögum eldsins. Bíllinn hafði bilað við bæinn Horn og var verið að gera við hann þegar að eldurinn kom upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en húsið á bílnum mikið skemmt ef ekki ónýtt.