Þjónusta við Íbúa í Skorradalshrepp

Á 178.fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps sem haldin var 15.febrúar sl. var samþykkt að íbúar Skorradalshrepps nytu sömu kjara og íbúar í Borgarbyggðs í íþróttamannvirki Borgarbyggðar  um einhverja niðurgreiðslu væri að ræða. Einkum fyrir börn, ungmenni og öryrkja. Einungis þarf að láta vita í afgreiðslu íþróttahúsinu.

Jón Einarsson,
oddviti.