Tilkynning frá oddvita

Skorradalshreppur hefur nú látið verktaka hreinsa gámasvæðið af gróðurúrgangi, sem hefur verið settur þar í óleyfi og jafnframt  hefur hann hækkað mönina sem á að draga úr foki frá svæðinu. Það er Íslenska Gámafélagið, sem annast tæmingu gámana og reynir að tæma þá svo oft sem þurfa þykir.
Gámarnir á svæðinu eru hugsaðir fyrir almennt sorp, spilliefni, timbur og málma.  Það er ekki gert ráð fyrir að taka á móti gróðurúrgangi á svæðinu og skilti á svæðinu sem segir, skýrum stöfum „ Hér er bannað að losa gróðurúrgang“. Það vill því miður brenna við, að  þessum fyrirmælum sé ekki sinnt. Hvað varðar gróðurúrgang, þá er það landeigenda, að skaffa slíka aðstöðu, hvort sem það er fyrir þá sjálfa, eða frístundarhúsa eigendur á sínu svæði. Við förum fram á að fólk sýni  snyrtimennsku og sorteri í rétta gáma, en hendi ekki rusli á jörðina og í kringum gámana. Við viljum gjarnan að svæðið sé snyrtilegt og því hvetjum við alla sem nýta svæðið, að ganga vel um og virða merkingar.

Það eru hér meðfylgjandi myndir, annarsvegar áður en svæðið, var hreinsað af drasli og gróðurúrgangi og síðan eftir að gróðurúrgangur og annað drasl, var fjarlægt og þannig viljum við hafa svæðið.

Með von um góða samvinnu.  

Árni Hjörleifsson oddviti