Tillaga að breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022

Tillaga að breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022
er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn

Á 195. fundi hreppsnefnd þann 24. apríl 2024 var samþykkt tillaga breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn til auglýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br..

Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að sett er fram stefna um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn. Í stefnunni er lagt til að uppbygging bátaskýlasvæða og bátastæða verði utan strandarinnar og  á skilgreindum bátalægum verði heimilt að setja upp flotbryggjur og bátabrautir.

Breytingartillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir  máli nr. 130/2024,  heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is og á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes frá 8. júlí til og með 19. ágúst 2024.

Hægt er að hafa samband við skipulagsfulltrúa varðandi ofangreinda tillögu breytingar aðalskipulags um netfangið skipulag@skorradalur.is.

Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast inn á Skipulagsgáttina undir máli nr. 130/2024,  á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is eigi síðar en þann 19. ágúst 2024. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

a1220-Breyting_Bátaskýli_Bls1 og 2_20240702_opt

Úttekt

Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps