Tillaga breytingar deiliskipulags frístundabyggðar Vatnsendahlíðar, 1.-4. áfanga, í landi Vatnsenda og varðar skilmála svæðisins.

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 159. fundi sínum þann 8. september 2021 að vera með opinn dag fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila til að kynna tillögu breytingar deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 1.-4. áfanga, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að auglýsa breytingu deiliskipulagsins sbr. 1. mgr. 43. gr. sömu laga.

Breyting deiliskipulagstillögu felur í sér skipulags- og byggingarskilmála fyrir umrætt svæði, en engir skilmálar eru í gildi fyrir svæðið. Breytinguna má sjá á á Vatnsendahlíð 1-4 áfangi-Skilmálar

Breyting deiliskipulagstillögu liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 28. september til og með 9. nóvember 2021. Opinn dagur verður á skrifstofu sveitarfélagsins þann 28. september 2021 milli kl. 10 og 12 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér skilmálana.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingu deiliskipulagsins. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en þann 9. nóvember 2021. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

 

Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps