Tillaga nýs deiliskipulags frístundabyggðar Kiðhúsbala í landi Fitja

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 201. fundi sínu þann 26.11.2024 að auglýsa fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum tillögu deiliskipulags níu frístundalóða í Kiðhúsbala í landi Fitja, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að sótt verði um undanþágu á d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 hjá innviðarráðherra um fjarlægð byggingarreita frá Skorradalsvegi (508) verði 25 m í stað 100 m. Frístundabyggðin byggðist upp á árunum 1970 til 1983. Um er að ræða lóðirnar Fitjahlíð 47, 49, 51, 53, 54, 56, 58, 60 og 62. Skipulagssvæðið er samtals 2,3 ha að stærð og er beggja vegna Skorradalsvegar (508).
Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og um er að ræða gamla gróna frístundabyggð.

Vinnslutillaga var kynnt frá 24. janúar til 7. febrúar 2024. Gerðar voru breytingar á tillögunni í samræmi við innsendar athugasemdir og ábendingar, sem fólu í sér að byggingarskilmálum var breytt er varðar vegg- og salarhæð, en hún er gefin frjáls, færslu á lóðamörkum milli Fitjahlíðar 54 og 56 , og breytingar á köflum 2.7 Veitur og sorp og 2.2 Samgöngur.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes, á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 27. janúar til og með 10. mars 2025.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast inn á Skipulagsgáttina undir máli nr. 67/2024 á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/67 eigi síðar en þann 10. mars 2025.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

d970-Fitjahlíð-A2_2000_auglýst tillaga_20250127

Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps