Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 130. fundi sínum þann 13. mars 2019 að auglýsa deiliskipulag tveggja íbúðalóða í landi Fitja skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br..
Lýsing deiliskipulagsverkefnisins stóð yfir frá 25. sept. til 9. okt. 2018. Opinn dagur vegna lýsingar deiliskipulagsverkefnis var á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. sept. 2018. Engar ábendingar bárust á auglýsingartíma lýsingar eða á opnum degi. Tillaga deiliskipulags var kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum þann 28. maí 2019 með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins. Engar ábendingar bárust.
Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar tveggja íbúðalóða sem eru 0,5 að stærð hvor. Heildar byggingarmagn er 200 fm á hvorri lóð og hámarks mænishæð er 7.5 m frá óhreyfðu landi.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 5. júní til og með 17. júlí 2019.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 17. júlí 2019.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið skipulag@skorradalur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps