Yfirlitssýning á verkum Sigríðar Skarphéðinsdóttur

Laugardaginn 9. ágúst opnaði í fjósinu á Fitjum, yfirlitssýning á verkum Sigríðar Skarphéðinsdóttur. Sýningin verður opin um helgar fram í lok sept. frá kl. 12 til 18. Verið velkomin að skoða!
Sigríður er fædd 3. júlí 1923 í Dagverðarnesi í Skorradal og er því orðiðn 91 árs. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf en fór í húsmæðraskóla og lauk handavinnukennaraprófi frá Kennaraskólanum 1946. Hún fór á eftirlaun eins og gerist og gengur á sjötugsaldri og sótti þá ýmis námskeið til að mennta sig í handverki. Má þar nefna bútasaum, málun og útskurð. Á síðustu 20 árum hefur hún skapað margskonar listaverk og í myndum hennar má víða sjá þess stað að heimasveitin, Skorradalurinn, skipar stóran sess í huga hennar. Laugardaginn 9. ág. opnaði hún yfirlitssýningu í fjósinu á Fitjum sem verður hún opin um helgar frá kl. 12 til 18 fram í lok september.