Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 153
22.desember 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson , Jón E. Einarsson , Árni Hjörleifsson , Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál |
||
1. | Sorpplan – Mófellsstöðum – Mál nr. 2012005 | |
Oddviti lagði fram samning við Tryggva Val Sæmundsson vegna frágangs sporplans. | ||
Samningurinn samþykktur. | ||
2. | Erindi frá Hagstofunni þar sem hún óskar eftir aðstoð við upplýsingar um manntal og húsnæðistal í árslok 2020. – Mál nr. 2012014 | |
Lagt fram bréf Hagstofustjóra. | ||
Samþykkt að veita aðstoð sveitarfélagsins við manntalið. | ||
3. | Fjárhagsáætlun 2021 – Mál nr. 2010010 | |
Framhald síðari umræðu. | ||
Fjárhagsáætlun samþykkt með breytingu. Niðurstaða áætlunar er 6.450.000 þúsund kr. í halla af aðalsjóði og 6.745.000 þúsund kr. í halla af A og B hluta. Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi greinargerð með áætluninni.„Fjárhagsáætlun Skorradalshrepps vegna ársins 2021 er samþykkt með 6.450.000,- kr. halla á aðalsjóði. Ákveðið er að fresta hækkun á launum sveitarstjórnarmanna og oddvita sem fylgja hlutfalli af þingfararkaupi, en til stendur hækkun 1. janúar n.k. á þingfararkaupi. Álagningarprósenta fasteignagjalda verður sú sama og árinu 2019, en álagningarprósentan var lækkuð tímabundið á árinu 2020 í tengslum við leiðréttingu jöfnunarsjóðs. Hallinn af aðalsjóði verður fjármagnaður af veltufjármunum.“ Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2021 verði fyrir A-stofn 0,40% og fyrir C-stofn 1,22%. |
||
4. | 3 ára fjárhagsáætlun 2022-2024 – Mál nr. 2011004 | |
3. ára áætlun lögð fram til seinni umræðu. | ||
Áætlunin samþykkt samhljóða. | ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 00:30.