Hreppsnefndarfundur – nr. 153

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fundur nr. 153

 

22.desember 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson , Jón E. Einarsson , Árni Hjörleifsson , Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

 

Þetta gerðist:

 

Almenn mál

1. Sorpplan – Mófellsstöðum – Mál nr. 2012005
Oddviti lagði fram samning við Tryggva Val Sæmundsson vegna frágangs sporplans.
Samningurinn samþykktur.
2. Erindi frá Hagstofunni þar sem hún óskar eftir aðstoð við upplýsingar um manntal og húsnæðistal í árslok 2020. – Mál nr. 2012014
Lagt fram bréf Hagstofustjóra.
Samþykkt að veita aðstoð sveitarfélagsins við manntalið.
3. Fjárhagsáætlun 2021 – Mál nr. 2010010
Framhald síðari umræðu.
Fjárhagsáætlun samþykkt með breytingu. Niðurstaða áætlunar er 6.450.000 þúsund kr. í halla af aðalsjóði og 6.745.000 þúsund kr. í halla af A og B hluta.
Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi greinargerð með áætluninni.
„Fjárhagsáætlun Skorradalshrepps vegna ársins 2021 er samþykkt með 6.450.000,- kr. halla á aðalsjóði. Ákveðið er að fresta hækkun á launum sveitarstjórnarmanna og oddvita sem fylgja hlutfalli af þingfararkaupi, en til stendur hækkun 1. janúar n.k. á þingfararkaupi.
Álagningarprósenta fasteignagjalda verður sú sama og árinu 2019, en álagningarprósentan var lækkuð tímabundið á árinu 2020 í tengslum við leiðréttingu jöfnunarsjóðs. Hallinn af aðalsjóði verður fjármagnaður af veltufjármunum.“

Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2021 verði fyrir A-stofn 0,40% og fyrir C-stofn 1,22%.

4. 3 ára fjárhagsáætlun 2022-2024 – Mál nr. 2011004
3. ára áætlun lögð fram til seinni umræðu.
Áætlunin samþykkt samhljóða.

 

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 00:30.