Tillaga nýs deiliskipulags á frístundabyggð Kiðhúsbala í landi Fitja

Skorradalshreppur

Tillaga nýs deiliskipulags kynnt á opnum degi

Frístundabyggð Kiðhúsabala í landi Fitja
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 192. fundi sínu þann 17.1.2024 að kynna almenningi og öðrum hagsmunaaðilum tillögu deiliskipulags níu frístundalóða í Kiðhúsbala í landi Fitja, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br..

Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 og um er að ræða gamla gróna frístundabyggð.

Í megin dráttum felur skipulagstillagan í sér skipulag 9 frístundalóða í frístundabyggð sem byggðist upp á árunum 1970 til 1983. Um er að ræða lóðirnar Fitjahlíð 47, 49, 51, 53, 54, 56, 58, 60 og 62. Skipulagssvæðið er samtals 2,3 ha að stærð og er beggja vegna Skorradalsvegar (508).

Áður en tillagan verður tekin til afgreiðslu í hreppsnefnd og samþykkt til auglýst verður tillagan kynnt á opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes, þann 30. janúar nk. milli kl. 10-12. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is .

d970-Fitjahlíð_drög_20240117
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps