| |
1. 2404026 - Álagning fasteignagjalda 2024 | |
Óbreytt skipting á gjalddögum. Skipt upp á 3 gjalddaga ef upphæð sé yfir 60.000 kr.
Í tengslum við endurnýjaðan samning við Hreinsitækni er samþykkt að leiðrétta innheimtu á rotþróargjaldi ársins 2024 vegna innheimtu áranna 2022-2025 vegna losunar rotþróa á árunum 2023-2025. Innheimt verður 50% af rotþróargjaldinu fyrir árið 2024.
Samþykkt. | | |
|
2. 2404018 - Ársreikningur Skorradalshrepps 2023 | |
PD fór yfir ársreikninginn. Nokkrar athugasemdir og ábendingar komur fram varðandi uppsetningu ársreikningsins. Hreppsnefnd samþykkir að þar sem engin leiguíbúð er eftir, að rekstur leiguíbúðanna sé jafnaður inn í Aðalsjóð sveitarfélagsins og B-deildarfyrirtækið í tengslum við það lagt niður miðað við 1. jan s.l. Verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024. Hreppsnefnd felur JEE og PD að gera breytingar á ársreikningi er varðar lotun tekna, varúðarafskrift langtímakrafna og fleiri atriði í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.
| | |
|
3. 2404019 - Stjórnsýsluendurskoðun 2023 | |
| |
|
4. 2404020 - Fulltrúi á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar | |
JEE leggur til að KJ verði fulltrúi Skorradalshrepps á aðalfundinum. ÓRÁ verður varamaður.
Samþykkt.
| Fundarbod_2024.pdf | | |
|
5. 2404021 - Kosning fulltrúa í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. | |
Samþykkt að JEE verði fulltrúi í stjórn Þróunarfélagsins og ÓRÁ verði til vara. Einnig að JEE verði einnig fulltrúi á aðalfundi félagsins og ÓRÁ til vara.
| Aðalfundarboð 30.04.2024.pdf | | |
|
| |
6. 2403001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 180 | |
Fundargerðin samþykkt í öllum 20 liðum. | 6.1. 2205013 - Gönguleiðir í Skorradalshreppi Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að gönguleiðum. | 6.2. 2404015 - Vatnasvæðanefnd 4 Formaður gerði grein fyrir fundum Vatnasvæðisnefndar 4. | 6.3. 2404016 - Umhverfismál Formaður og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir fundinum. | 6.4. 2402001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 73 Fundargerð lögð fram til kynningar | 6.5. 2404003F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 74 Fundargerð lögð fram til kynningar | 6.6. 2307006 - Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar að því gefnu að aðkoma viðbragðsaðila verði tryggð allt árið um kring. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. | 6.7. 2404024 - Fitjar L133958, afmörkun 3ja lóða á bæjartorfunni Umsóknin er samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. | 6.8. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 Formanni og lögmanni nefndarinnar falið að svara ráðuneytinu. | 6.9. 2404023 - Þingsályktunartillaga, mál 899, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál Skipulagsfulltrúa er falið að senda inn umsögn í samráði við nefndina. | 6.10. 2404025 - Þingsályktunartillaga, mál 900, um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkosti í vindorku) Skipulagsfulltrúa er falið að senda inn umsögn í samráði við nefndina. | 6.11. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að komið verði til móts við umsögn er varðar bátalægi í landi Vatnsenda. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framlögð tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði auglýst í Morgunblaðinu, Lögbirtingablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. | 6.12. 2404014 - Dagverðarnes 123, svæði 3, breyting deiliskipulags Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 114, 121, 122, 124, 125, 127 og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness. | 6.13. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | 6.14. 2403002 - Stækkun íbúðasvæðis og breytt lega Hringvegar við Borgarnes Skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki athugasemdir við framlagða tillögu breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar. | 6.15. 2008002 - Kæra nr. 59/2020, Dagverðarnes 103 Úrskurður ÚUA lagður fram og kynntur. | 6.16. 2401001 - Óskað úrskurðar 145/2023 hjá ÚUA vegna framkvæmdaleyfis á Indriðastöðum Úrskurður ÚUA lagður fram og kynntur. | 6.17. 2403004 - Stofnlögn hitaveitu í landi Indriðastaða, framkvæmdaleyfi Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að ný lagnaleið hitaveitu verði uppfærð við endurskoðun aðalskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsagnir Vegagerðar og Rarik liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | 6.18. 2404013 - Dagverðarnes, svæði 4, ný vegtenging, umsókn um framkvæmdaleyfi Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að komið verði til móts við innkomnar umsagnir lóðarhafa Dagverðarness tún (L192318). Að því gefnu leggur skipulags- og byggingarnefnd til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynna skal fyrir Dagverðarnesi 202, 204, 206, 208, 210, 212, 214, 216, 218, 220, Dagðverðarnes Snorrast.tún (L192317) og Dagverðarness tún (L192318) og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness. | 6.19. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeigendum Syðstu-Fossa og Efri-Hrepps og að Borgarbyggð verði upplýst um feril málsins. | 6.20. 2211004 - Álfsteinsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að beiðnin verði tekin til greina og ákvörðun 174. fundar hreppsnefndar felld úr gildi. | | |
|
| |
7. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags | |
Hreppsnefnd leggur til að komið verði til móts við umsögn er varðar bátalægi í landi Vatnsenda. Hreppsnefnd samþykkir að framlögð tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði auglýst í Morgunblaðinu, Lögbirtingablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. | Úttekt.pdf | a1220-Breyting_Bátaskýli_bls 1 og 2_20240423.pdf | | |
|
8. 2404014 - Dagverðarnes 123, svæði 3, breyting deiliskipulags | |
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 114, 121, 122, 124, 125, 127 og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness. | 20240409_Breyt_deilisk Dagverðarness 123 í Skorradalshr.pdf | | |
|
| |
9. 2307006 - Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi | |
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar að því gefnu að aðkoma viðbragðsaðila verði tryggð allt árið um kring. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. | Byggingarnefndarsett_Fitjahlíð 100.pdf | | |
|
| |
10. 2403004 - Stofnlögn hitaveitu í landi Indriðastaða, framkvæmdaleyfi | |
Hreppsnefnd leggur til að ný lagnaleið hitaveitu verði uppfærð við endurskoðun aðalskipulag. Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsagnir Vegagerðar og Rarik liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | A-02-9203_uppfært 11.4.2024.pdf | A-02-9204_uppfært 11.4.2024.pdf | H-04-9001_uppfært 11.4.2024.pdf | R-02-9202_uppfært 11.4-2024.pdf | 2403004-Minjastofnun umsögn.pdf | 24036004-Teikningahefti -Skorradalur að Indriðastaðahl_athugið þarf að uppfæra.pdf | | |
|
11. 2404013 - Dagverðarnes, svæði 4, ný vegtenging, umsókn um framkvæmdaleyfi | |
Hreppsnefnd leggur til að komið verði til móts við innkomnar umsagnir lóðarhafa Dagverðarness tún (L192318). Að því gefnu samþykkir hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynna skal fyrir Dagverðarnesi 202, 204, 206, 208, 210, 212, 214, 216, 218, 220, Dagverðarnes Snorrast.tún (L192317) og Dagverðarness tún (L192318) og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness. | | |
|
12. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn | |
Hreppsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeigendum Syðstu-Fossa og Efri-Hrepps og að Borgarbyggð verði upplýst um feril málsins. | Minnisblað - viðbótargögn við framkvæmdaleyfisumsókn vegna styrkingar jarðvegsstíflu.pdf | 2309003-Fylgiskjal.pdf | | |
|