Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 195

Haldinn á Hvanneyri,
24.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404026 - Álagning fasteignagjalda 2024
PD fór yfir álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2024.
Óbreytt skipting á gjalddögum. Skipt upp á 3 gjalddaga ef upphæð sé yfir 60.000 kr.

Í tengslum við endurnýjaðan samning við Hreinsitækni er samþykkt að leiðrétta innheimtu á rotþróargjaldi ársins 2024 vegna innheimtu áranna 2022-2025 vegna losunar rotþróa á árunum 2023-2025. Innheimt verður 50% af rotþróargjaldinu fyrir árið 2024.

Samþykkt.
2. 2404018 - Ársreikningur Skorradalshrepps 2023
Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu.
PD fór yfir ársreikninginn. Nokkrar athugasemdir og ábendingar komur fram varðandi uppsetningu ársreikningsins.
Hreppsnefnd samþykkir að þar sem engin leiguíbúð er eftir, að rekstur leiguíbúðanna sé jafnaður inn í Aðalsjóð sveitarfélagsins og B-deildarfyrirtækið í tengslum við það lagt niður miðað við 1. jan s.l. Verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024.
Hreppsnefnd felur JEE og PD að gera breytingar á ársreikningi er varðar lotun tekna, varúðarafskrift langtímakrafna og fleiri atriði í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.

3. 2404019 - Stjórnsýsluendurskoðun 2023
Stjórnsýsluendurskoðun frá KPMG fyrir árið 2023 lögð fram.
4. 2404020 - Fulltrúi á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar
Kosning fulltrúa Skorradalshrepps á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalfundur er boðaður 8.maí n.k.
JEE leggur til að KJ verði fulltrúi Skorradalshrepps á aðalfundinum.
ÓRÁ verður varamaður.

Samþykkt.
Fundarbod_2024.pdf
5. 2404021 - Kosning fulltrúa í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf.
Kosning fulltrúa Skorradalshrepps í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf.
Aðalfundur félagsins verður 30.apríl n.k.

Samþykkt að JEE verði fulltrúi í stjórn Þróunarfélagsins og ÓRÁ verði til vara.
Einnig að JEE verði einnig fulltrúi á aðalfundi félagsins og ÓRÁ til vara.
Aðalfundarboð 30.04.2024.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2403001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 180
Lögð fram fundargerð frá í gær, 23. apríl
Fundargerðin samþykkt í öllum 20 liðum.
6.1. 2205013 - Gönguleiðir í Skorradalshreppi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, í samstarfi við Ferðamálastofu Íslands og Landmælingar Íslands, er að vinna að því að koma gönguleiðum á Vesturlandi inn á heimasíðu Markaðsstofu Vesturlands www.west.is/is/thjonusta/gonguleidir. Samþykki liggur fyrir hjá landeigendum Efri-Hrepps, Umhverfisstofnun varðandi Vatnshornsskóg og Land og Skóga varðandi Selskóg í landi Indriðastaða fyrir gönguleiðum. Embættið hefur yfirfarið umræddar gönguleiðir með tilliti til gildandi skipulagsáætlana og eignarhalds.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að gönguleiðum.
6.2. 2404015 - Vatnasvæðanefnd 4
Haldnir voru fundir Vatnasvæðisnefndar 4 á Umhverfisstofnun, þann 4.12.2023 og 9.4.2024. Á Íslandi eru 4 vatnasvæði. Formaður skipulags- og byggingarnefndar PD er skipaður í nefndina fyrir hönd sveitarfélagsins. Fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfest árið 2022 ásamt fylgiáætlunum hennar, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Allar þessar áætlanir eru í gildi tímabilið 2022-2027. Nú er svo komið að vinna er hafin við gerð næstu vatnaáætlunar sem mun taka gildi árið 2028. Hlutverk nefndarmanna vatnasvæðanefnda er að samræma vinnu á viðkomandi vatnasvæði og afla upplýsinga vegna gerðar stöðuskýrslu (álagsgreiningu vatnshlota) og næstu vatnaáætlunar (ásamt vöktunaráætlun og aðgerðaáætlun).
Formaður gerði grein fyrir fundum Vatnasvæðisnefndar 4.
6.3. 2404016 - Umhverfismál
Formaður nefndarinnar og skipulagsfulltrúi héldu fund með framkvæmdastjóra og starfsmanni Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þann 17.4.2024. Farið var yfir mengunar-/frárennslismál, vöktun og fleiri tengd mál.
Formaður og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir fundinum.
6.4. 2402001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 73
Fundargerð lögð fram til kynningar
Fundargerð lögð fram til kynningar
6.5. 2404003F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 74
Fundargerð lögð fram til kynningar
Fundargerð lögð fram til kynningar
6.6. 2307006 - Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 8. mars til 8. apríl 2024 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning fór fram í skipulagsgátt. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma er varðar aðgengi viðbragðsaðila.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar að því gefnu að aðkoma viðbragðsaðila verði tryggð allt árið um kring. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6.7. 2404024 - Fitjar L133958, afmörkun 3ja lóða á bæjartorfunni
Sótt er um að afmarka þrjár lóðir á bæjartorfunni á Fitjum.
1. L201030, áður Fitjahlíð 81a, nú Fitjar I, íbúðarhús mhl. 03
2. L201031, áður Fitjahlíð 97a, nú Fitjar II,Gistiaðstaða og vélageymsla, mhl. 05 og mhl. 14
3. L133959, áður Fitjakirkja, nú Fitjakirkja, mhl. 01
Umsóknin er samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
6.8. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Innviðarráðuneytinu hefur borist erindi frá Landsneti þar sem lögð er fram beiðni um skipan sérstakrar raflínunefndar á grundvelli 9. gr. a skipulagslaga nr. 123/2010, vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Áður en málið verður tekið til frekari afgreiðslu óskar ráðuneytið eftir afstöðu Skorradalshrepps til hinnar framkomnu beiðni Landsnets. Er þess óskað að hún berist ráðuneytinu, ásamt rökstuðningi eftir því sem við á, eigi síðar en mánudaginn 6. maí nk.
Formanni og lögmanni nefndarinnar falið að svara ráðuneytinu.
6.9. 2404023 - Þingsályktunartillaga, mál 899, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, mál 899. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 3. maí nk.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda inn umsögn í samráði við nefndina.
6.10. 2404025 - Þingsályktunartillaga, mál 900, um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkosti í vindorku)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkosti í vindorku), mál 900. Frestur til að senda inn umsagnir er til og með 3. maí nk.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda inn umsögn í samráði við nefndina.
6.11. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Tillaga breytingar aðalskipulags var kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í Morgunblaðinu þann 10.nóvember 2023. Tillagan lá frammi á skrifstofu og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 10. nóvember 2023. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 14. nóvember 2023 þar sem aðilar gátu kynnt sér efni lýsingarinnar. Óskað var umsagnar hjá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Landi og skógi, formönnum sumarhúsafélaga við Skorradalsvatn og Veiðifélagi Skorradalsvatns. Tvær umsagnir bárust um tillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að komið verði til móts við umsögn er varðar bátalægi í landi Vatnsenda. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framlögð tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði auglýst í Morgunblaðinu, Lögbirtingablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga.
6.12. 2404014 - Dagverðarnes 123, svæði 3, breyting deiliskipulags
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi á svæði 3 fyrir lóð Dagverðarness 123. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 135 fm. Heimilað verði að byggja allt að 110 fm frístundahús og 25 fm geymslu. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 114, 121, 122, 124, 125, 127 og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness.
6.13. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
Tillaga deiliskipulags frístundabyggðar í Kiðhúsbala í landi Fitja, var kynnt sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. þann 30. janúar 2024. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og um er að ræða gamla gróna frístundabyggð sem byggðist upp á árunum 1970 til 1983. Skipulagstillagan var send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Rarik, Félags frístundalóðahafa í Fitjahlíð og Slökkviliðs Borgarbyggðar. Umsagnir bárust frá öllum aðilum nema Rarik og Félagi frístundalóðahafa í Fitjahlíð. Athugasemd barst frá lóðarhafa innan skipulagssvæðisins sem varðaði lóðamörk. Verið er að vinna í innsendum umsögnum og ábendingum sem bárust á kynningartíma. Þær breytingar sem verið er að vinna með varðar frárennslismál og lóðamörk á milli Fitjahlíðar 54 og 56.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6.14. 2403002 - Stækkun íbúðasvæðis og breytt lega Hringvegar við Borgarnes
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. nóv. 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir stækkun íbúðasvæðis Í12 og færslu Hringvegar um Borgarnes í Borgarbyggð. Tilgangur breytingar er að stækka núverandi íbúðasvæði (Í12) þar sem hægt verður að koma fyrir allt að 75 íbúðum til viðbótar við núverandi svæði. Um leið er gerð breyting á Hringvegi sem liggur utanvert við Borgarnes til þess að skapa meira rými fyrir stækkun á íbúðarsvæðinu og færa veginn fjær byggðinni til þess að tryggja góð loftgæði og hljóðvist við íbúðarbyggðina.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki athugasemdir við framlagða tillögu breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar.
6.15. 2008002 - Kæra nr. 59/2020, Dagverðarnes 103
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) lá fyrir þann 16. október 2020 er varðar mál nr. 59/2020. Úrskurður ÚUA er að kröfu kæranda er hafnað um ógildingu ákvörðunar hreppsnefndar Skorradalshrepps frá 29. apríl 2020 um að synja umsókn um að breyta lóðinni nr. 103 við Dagverðarnes úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð.
Úrskurður ÚUA lagður fram og kynntur.
6.16. 2401001 - Óskað úrskurðar 145/2023 hjá ÚUA vegna framkvæmdaleyfis á Indriðastöðum
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) lá fyrir þann 8. febrúar 2024. Fyrirhuguð framkvæmd vegna þriggja forðatanka sem geyma eiga söfnunarvatn úr vatnstökubrunnum á vatnstökusvæði ofan Hrísáss í landi Indriðastaða í Skorradal og viðeigandi leiðslu er ekki háð framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Úrskurður ÚUA lagður fram og kynntur.
6.17. 2403004 - Stofnlögn hitaveitu í landi Indriðastaða, framkvæmdaleyfi
Veitur ohf. óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í landi Indriðastaða. Lagðir eru fram uppdrættir sem sýnir legu lagnar. Lagnaleið samræmist ekki staðfestu Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Lagnaleið samræmist samþykktum deiliskipulagsáætlunum á Indriðastöðum. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Umsagnir Vegagerðarinnar og Rarik liggja ekki fyrir. Samþykki landeiganda Indriðastaða liggur fyrir og Hálsa þar sem lagnir verða geymdar meðan á framkvæmd stendur.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að ný lagnaleið hitaveitu verði uppfærð við endurskoðun aðalskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsagnir Vegagerðar og Rarik liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6.18. 2404013 - Dagverðarnes, svæði 4, ný vegtenging, umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja nýja vegtengingu að svæði 4 í landi Dagverðarness. Ástæða þessarar breytingar er að við framkvæmdir við Skorradalsveg (508) varð tenging inn á svæðið mjög brött og há af Skorradalsvegi. Af þeim sökum skapast hætta fyrir þá vegfarendur sem fara þar um. Færsla vegtengingar er því vegna umferðaröryggissjónarmiða. Ný vegtenging er utan deiliskipulags svæðis 4.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að komið verði til móts við innkomnar umsagnir lóðarhafa Dagverðarness tún (L192318). Að því gefnu leggur skipulags- og byggingarnefnd til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynna skal fyrir Dagverðarnesi 202, 204, 206, 208, 210, 212, 214, 216, 218, 220, Dagðverðarnes Snorrast.tún (L192317) og Dagverðarness tún (L192318) og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness.
6.19. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn
Málið var síðast tekið fyrir á 176. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem umsækjanda var gefinn kostur á að afla þeirra gagna sem óskað hefur verið eftir sbr. samantekt skipulagsfulltrúa. Oddviti fundaði með umsækjanda, landeigendum og nágranna sveitarfélagi þann 6. mars sl. Afstöðumynd hefur verið uppfærð, en engin frekari gögn verið lögð fram. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að sýnt sé fram á að jarðvegsstífla sé staðfastlega og sannarlega innan lóðar umsækjanda.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeigendum Syðstu-Fossa og Efri-Hrepps og að Borgarbyggð verði upplýst um feril málsins.
6.20. 2211004 - Álfsteinsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
Á 174. fundi hreppsnefndar var samþykkt að skipulagsfulltrúa yrði falið að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdaleyfi hefur ekki verið veitt þar sem ekki hefur verið talin þörf á umræddri efnistöku. Umsækjandi framkvæmdaleyfis hefur nú óskað eftir að umsókn um framkvæmdaleyfi verði dregin til baka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að beiðnin verði tekin til greina og ákvörðun 174. fundar hreppsnefndar felld úr gildi.
Skipulagsmál
7. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Tillaga breytingar aðalskipulags var kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í Morgunblaðinu þann 10.nóvember 2023. Tillagan lá frammi á skrifstofu og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 10. nóvember 2023. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 14. nóvember 2023 þar sem aðilar gátu kynnt sér efni lýsingarinnar. Óskað var umsagnar hjá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Landi og skógi, formönnum sumarhúsafélaga við Skorradalsvatn og Veiðifélagi Skorradalsvatns. Tvær umsagnir bárust um tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að komið verði til móts við umsögn er varðar bátalægi í landi Vatnsenda. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framlögð tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði auglýst í Morgunblaðinu, Lögbirtingablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga.
Hreppsnefnd leggur til að komið verði til móts við umsögn er varðar bátalægi í landi Vatnsenda. Hreppsnefnd samþykkir að framlögð tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði auglýst í Morgunblaðinu, Lögbirtingablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga.
Úttekt.pdf
a1220-Breyting_Bátaskýli_bls 1 og 2_20240423.pdf
8. 2404014 - Dagverðarnes 123, svæði 3, breyting deiliskipulags
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi á svæði 3 fyrir lóð Dagverðarness 123. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 82 fm í 135 fm. Heimilað verði að byggja allt að 110 fm frístundahús og 25 fm geymslu. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 114, 121, 122, 124, 125, 127 og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 114, 121, 122, 124, 125, 127 og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness.
20240409_Breyt_deilisk Dagverðarness 123 í Skorradalshr.pdf
Byggingarleyfismál
9. 2307006 - Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 8. mars til 8. apríl 2024 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning fór fram í skipulagsgátt. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma er varðar aðgengi viðbragðsaðila. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar að því gefnu að aðkoma viðbragðsaðila verði tryggð allt árið um kring. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar að því gefnu að aðkoma viðbragðsaðila verði tryggð allt árið um kring. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Byggingarnefndarsett_Fitjahlíð 100.pdf
Framkvæmdarleyfi
10. 2403004 - Stofnlögn hitaveitu í landi Indriðastaða, framkvæmdaleyfi
Veitur ohf. óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í landi Indriðastaða. Lagðir eru fram uppdrættir sem sýnir legu lagnar. Lagnaleið samræmist ekki staðfestu Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Lagnaleið samræmist samþykktum deiliskipulagsáætlunum á Indriðastöðum. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Umsagnir Vegagerðarinnar og Rarik liggja ekki fyrir. Samþykki landeiganda Indriðastaða liggur fyrir og Hálsa þar sem lagnir verða geymdar meðan á framkvæmd stendur. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að ný lagnaleið hitaveitu verði uppfærð við endurskoðun aðalskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsagnir Vegagerðar og Rarik liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd leggur til að ný lagnaleið hitaveitu verði uppfærð við endurskoðun aðalskipulag. Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsagnir Vegagerðar og Rarik liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
A-02-9203_uppfært 11.4.2024.pdf
A-02-9204_uppfært 11.4.2024.pdf
H-04-9001_uppfært 11.4.2024.pdf
R-02-9202_uppfært 11.4-2024.pdf
2403004-Minjastofnun umsögn.pdf
24036004-Teikningahefti -Skorradalur að Indriðastaðahl_athugið þarf að uppfæra.pdf
11. 2404013 - Dagverðarnes, svæði 4, ný vegtenging, umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja nýja vegtengingu að svæði 4 í landi Dagverðarness. Ástæða þessarar breytingar er að við framkvæmdir við Skorradalsveg (508) varð tenging inn á svæðið mjög brött og há af Skorradalsvegi. Af þeim sökum skapast hætta fyrir þá vegfarendur sem fara þar um. Færsla vegtengingar er því vegna umferðaröryggissjónarmiða. Ný vegtenging er utan deiliskipulags svæðis 4. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að komið verði til móts við innkomnar umsagnir lóðarhafa Dagverðarness tún (L192318). Að því gefnu leggur skipulags- og byggingarnefnd til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynna skal fyrir Dagverðarnesi 202, 204, 206, 208, 210, 212, 214, 216, 218, 220, Dagverðarnes Snorrast.tún (L192317) og Dagverðarness tún (L192318) og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness.
Hreppsnefnd leggur til að komið verði til móts við innkomnar umsagnir lóðarhafa Dagverðarness tún (L192318). Að því gefnu samþykkir hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynna skal fyrir Dagverðarnesi 202, 204, 206, 208, 210, 212, 214, 216, 218, 220, Dagverðarnes Snorrast.tún (L192317) og Dagverðarness tún (L192318) og landeigendum jarðarinnar Dagverðarness.
12. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn
Málið var síðast tekið fyrir á 176. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem umsækjanda var gefinn kostur á að afla þeirra gagna sem óskað hefur verið eftir sbr. samantekt skipulagsfulltrúa. Oddviti fundaði með umsækjanda, landeigendum og nágranna sveitarfélagi þann 6. mars sl. Afstöðumynd hefur verið uppfærð, en engin frekari gögn verið lögð fram. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að sýnt sé fram á að jarðvegsstífla sé staðfastlega og sannarlega innan lóðar umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeigendum Syðstu-Fossa og Efri-Hrepps og að Borgarbyggð verði upplýst um feril málsins.
Hreppsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeigendum Syðstu-Fossa og Efri-Hrepps og að Borgarbyggð verði upplýst um feril málsins.
Minnisblað - viðbótargögn við framkvæmdaleyfisumsókn vegna styrkingar jarðvegsstíflu.pdf
2309003-Fylgiskjal.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45 

Til bakaPrenta