Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 203

Haldinn á Hvanneyri,
15.01.2025 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206017 - Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs.
Lagt til að oddviti ræði við KPMG með endurskoðun vegna ársins 2024.
Ákvörðun um endurskoðun frestað til næsta fundar.

Samþykkt
2. 2501002 - Gæludýrasamþykkt fyrir Vesturland og Kjósarhrepp
Lögð fram drög frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands að samþykkt um hundahald, kattarhald og annað gæludýrahald fyrir Vesturland og Kjósarhrepp.
Samþykkt að fela JEE og PD skoða drögin fyrir næsta fund.
3. 2501006 - Afsláttur af fasteignaskatti.
Lögð fram tillaga að reglum vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega.
Umræður urðu um reglurnar. Samþykkt að PD safni gögnum fyrir næsta fund hreppsnefndar.
4. 2501007 - Tónlistarnám
Lagt fram erindi um greiðslu kennslukostnað við tónlistarnám hjá grunnskólanemanda.
Erindið samþykkt.

PD vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fundargerðir til staðfestingar
5. 2501001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 186
Lögð fram fundargerð frá 14. janúar s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðum.
5.1. 2304014 - Forsendur starfsemi Andakílsárvirkjunar
Sókn lögmannsstofu var falið að svara Orkustofnun.
Erindi lagt fram og kynnt
5.2. 2302031 - Indriðastaðir 25
Umsókn byggingarleyfis var grenndarkynnt á vormánuðum 2023 og þá var gert ráð fyrir geymslu, en nú er verið að óska eftir að byggja gestahús í stað geymslunnar. Byggingarmagn er óbreytt og samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps og fjarlægð gestahúss er 11 m frá lóðamörkum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn gestahúss verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsókn gestahússins.
5.3. 2501001 - Vindorkugarður í landi Hæls og Stendórsstaða í Borgarbyggð, umhverfismat
Zephyr Iceland áformar að reisa vindorkugarð í landi Hæls og Steindórsstaða í Flókadal í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði um 20-30 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW.
Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila vegna matsáætlana fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sjá slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1550 .
Í umsögn umsagnaraðila skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umsagnarfrestur er til 27.1.2025.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
5.4. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Ekki hafa borist viðbrögð frá Skipulagsstofnun við innsendri umsögn frá í nóvember sl.. Ábending hefur komið fram um að Holtavöruheiðarlínu 1 samræmist ekki stefnumörkun stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Formanni falið að koma ofangreindu á framfæri við Skipulagsstofnun sem heldur utan um kynningu og auglýsingu umhverfismats Holtavörðuheiðarlínu 1.
Skip bygg nefnd-186.pdf
Fundargerðir til kynningar
6. 2309008 - Sameiningarmál
Lögð fram til kynningar fundargerð nr.5 samstarfsnefndar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
7. 2501005 - Fundargerðir Faxaflóahafna sf. nr 249 og 250
Lagðar fram.
250. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf. 20.12.2024.pdf
249. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf. 22.11.2024.pdf
8. 2501003 - Fundargerð nr.960 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram.
9. 2501004 - Fundargerðir nr. 185 stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Lagt fram.
185 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
Byggingarleyfismál
10. 2302031 - Indriðastaðir 25
Umsókn byggingarleyfis var grenndarkynnt á vormánuðum 2023 og þá var gert ráð fyrir geymslu, en nú er verið að óska eftir að byggja gestahús í stað geymslunnar. Byggingarmagn er óbreytt og samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps og fjarlægð gestahúss er 11 m frá lóðamörkum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn gestahúss verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa á bygginarleyfisumsókn gestahússins.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn gestahúss verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsókn gestahússins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45 

Til bakaPrenta