Í næstu viku hefur Landsnet boðað til funda með landeigendum vegna fyrirhugaðrar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1. Fundirnir eru tveir annars vegar þann 1. júní að Hótel Hamri í Borgarnesi og seinni fundurinn að Hótel Glym í Hvalfirði þann 3. júní. Fundirnir hefjast kl: 20.00 og áætlað að ljúki um 22.00. Sama efni verður á báðum fundunum engin svæðisskipting einungis verið að gefa möguleika á tveimur dagsetningum og vali á fundarstað. Meginþema fundanna verður vinnustofa þar sem unnið verður með valkostagreiningu línuleiðar og einnig verða framsöguerindi sem tengjast því efni.
Við hjá Landsneti vonum að við sjáum sem flesta landeigendur á þessum fundum þar sem verið er að vinna með valkostagreiningu á línuleiðinni og mikilvægt fá inn álit sem flestra landeigenda og hagaðila á þessu stigi málsins. Auk okkar frá Landsneti verður fólk frá ráðgjafstofunni Gembu og Verkfræðistofunni Verkís á fundunum
Vinsamlega skráið ykkur á fundina með því að senda nafn viðkomandi á elins@landsnet.is og hvort það verða fleiri en einn fulltrúi landeigenda sem mæta á fundinn/fundina.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Vinsamlega hafið samband ef eitthvað er óljóst eða ykkur vantar frekari upplýsingar.
Bestu kveðjur og við hjá Landsneti hlökkum til að hitta ykkur.
Elín Sigríður Óladóttir,
Samráðsfulltrúi Landsneti