Ágætu íbúar Skorradals. Næstkomandi sunnudag 15.ágúst heldur Hjólreiðadeild Breiðabliks hjólreiðamót sem hefst og endar í Brautartungu í Lundarreykjardal. Allir 70 keppendurnir fara um noraðnverðan Skorradal. þ.e. koma yfir Hestháls og fara upp línuveginn yfir á Uxahryggi. Mótarnefnd yrði ykkur voðalega þakkált ef þið gætuð sýnt keppendum tillitssemi og ekki væri verra ef þeir fengju hvatningu frá ykku þegar þeir fara um. Fyrstu menn sem fara 65 km verða á norðanverðum veginum á bilinu 9:30 – 11:30 og svo seinni hópurinn sem fer 174 km á bilinu 12:30-18:30, vonandi.
Áréttað er að bíll frá deildinni mun fara um og hirða upp rusl ef svo færi að einhverjir keppendur missi rusl, en áréttað er fyrir þeim að bannað er að henda rusli.
Allar upplýsingar um mótið er að finna á https://www.grefillinn.is/ og ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við móttsstjórann Andra Má í síma 859-3215