Eldur blossaði upp austast í Hvammslandi í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar kallað út. Búið er að ráða niðurlögum eldsins. Tryggvi Sæmundsson frá Hálsum í Skorradal kom fyrstur á staðinn á gröfu og beitti henni á eldinn með því að róta í jarðveginum. Talið að kveiknaði hafi í út frá flugeldum en gróður er mjög þurr og er …
Hætta á gróðureld
Vegna mikilla þurrka er mikil hætta á gróðureldum ef ekki er farið varlega.
Kynningarfundur um nýja fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð.
Fulltrúar nefndar um nýja fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð boða til opins kynningarfundar þar sem kynnt verða drög að nýrri sameiginlegri fjallskilasamþykkt fyrir þessi fjögur sveitarfélög. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Valfelli sem er norðan við Borgarnes þann 12. febrúar og hefst kl. 20:30.
Nýárskveðja
Sveitarstjórn Skorradalshrepps senda íbúum Skorradals og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.
Týnd kisa
Kisan Hneta sem er hér á myndinni hvarf um helgina í Skorradalnum þ.e.Indriðastaðarlandinu í sumarbústað. Hún er ekki með ólina sína en hún er 9 ára gömul og einstaklega gæf örmerkið er í eyra hennar. Hún er búsett á Miðbraut 9, Seltjarnarnesi s: 8946811/7703226 Ef smellt er á myndina þá fæst stærri mynd af Hnetu.
Kjörfundur í Skorradalshrepp
Kjörfundur Skorradalshrepps vegna þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 20.október 2012 opnar kl. 12:00 í Skátaskálanum Skátafelli í Skorradal. Kjörstjórn
Hreppsrétt/Hornsrétt
Búið er að færa Hreppsrétt upp að Horni og mun réttin hljóta nafnið Hornsrétt. Smalað verður til rétta laugardaginn 8.september en réttin sjálf verður sunnudaginn 9.september kl. 10
Lokað vegna sumarleyfa
Skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa er lokuð vegna sumarleyfa frá 23.júlí 2012 – 13.ágúst 2012
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S2 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir, skipulag lóða og leikvalla“
Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S2 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir, skipulag lóða og leikvalla“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 2 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 …
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“
Skorradalshreppur auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi „S1 Dagverðarnes í Skorradal, sumarhúsalóðir“ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar nýja skilmála fyrir deiliskipulag á svæði 1 í Dagverðarnesi. Eldri samþykktar skilmálabreytingar munu falla úr gildi við gildistöku nýrra skilmála. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu …