Sinueldur í Skorradal

Eldur blossaði upp austast í Hvammslandi í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar kallað út. Búið er að ráða niðurlögum eldsins. Tryggvi Sæmundsson frá Hálsum í Skorradal kom fyrstur á staðinn á gröfu og beitti henni á eldinn með því að róta í jarðveginum. Talið að kveiknaði hafi í út frá flugeldum en gróður er mjög þurr og er því vert að fara varlega.