Hreppslaug

Hreppslaug opnar laugardaginn 20.júní kl. 12:00 og mun hún vera opin alla daga vikunnar. Opnunartími: Á virkum dögum: 15:00 – 22:00 Um helgar: 12:00 – 22:00

Hreppslaug

Ungamennafélagið Íslendingu vinnur núna hörðum höndum að því að gera Hreppslaug klára fyrir sumarið svo hægt sé að opna hana að nýju eftir árs hlé. Stefnt er að því að opna laugina um 17. júní og verður hún höfð opinn alla daga, en það verður auglýst betur þegar nær dregur. Jafnfram óskar ungmennafélagið eftir starfskröftum til að sinna sundlaugargæslu og …

Byggðamerki

Á opna kyningarfundinum um aðalskipulagið færði oddviti Þorvaldi Óttari Guðlaugssyni þakklætisvott fyrir hönnun merkisins fyrir sveitarfélagið.

sjómannadagur

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Skorradalsvatni og voru það Björgunnarsveitirnar Ok, Heiðar og Brák sem stóðu fyrir skemmtunninni. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og sýndi hvernig menn væru hífðir upp úr vatn, boðið var upp á stutta siglingu á vatninu, sjósettur var stærsti traktorinn í heimi (svo vitað sé), boðið upp á grillaðar pylsur og margt fleira skemmtilegt. Tókst þessi dagur með …

Aðalskipulagsuppdráttur

Nú er aðalskipulagsuppdrátturinn kominn inn á heimasíðuna undir aðalskipulagstillaga, þetta eru tvö pdf-skjöl sem gætu verið svolítið stór við opnunn svo endilega sýnið þolinmæði á meðan þau eru að opnast. Einnig er búið að uppfæra staðardagskrá 21 og er þar að finna bæði 1. og 2. útgáfu. Minni síðan á aðalskipulagsfundinn sem verður í Skátaskálanum mánudaginn 8. júní þar sem …

Sjómannadagur 7. júní

Á sjómannadaginn standa Björgunarsveitirnar Brák, Ok og Heiðar fyrir dagskrá á Skorradalsvatni kl:13 þar verður meðal annars til sýnis ný sæþota og fleira verður til skemmtunnar. Mæting er við Vatnsósinn í landi Indriðastaða. Útifjörs auglýsingu björgunnarsveitanna er að finna hér.

Byggðamerki Skorradalshrepps

Nýverið samþykkti hreppsnefnd Skorradalshrepps byggðarmerki hreppsins og hefur það verið skráð hjá Einkaleyfisstofu og birt almenningi samkv. 6. gr. rgl. nr. 112/1999 sbr. 5. gr. laga nr. 45/1998 ELS tíðindum 15.05.09 sjá vefsíðu. s. 72. Hönnuður merkisins, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson er kunnugur dalnum því foreldrar hans Guðlaugur Þorvaldsson og Kristín H. Kristinsdóttur sem bæði eru látin, reistu sumarbústað fjölskyldunnar í …

Opinn fundur um kynningu á aðalskipulag Skorradalshrepps

Nú liggur fyrir tillaga að aðalskipulagi Skorradalshrepps. Af því tilefni boðar hreppsnefnd til opins fundar til að kynna íbúum, sumarhúsaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum tillöguna. Við upphaf fundarins verður nýtt byggðarmerki hreppsins kynnt. Þá verður lögð fram tillaga að 2. útgáfu af Staðardagskrá 21 fyrir hreppinn. Kaffiveitingar, allir velkomnir! Fundurinn verður haldinn í Skátafelli í Skorradal, mánudaginn 8. júní kl. 20:30. …

Andleg heilsa og útivist

„Lífsgangan – frá hjalla til hjalla“ Pílagrímaganga um Síldarmannagötur að Fitjakirkju í Skorradal, sunnudaginn 28. Júní 2009 Sunnudaginn 28. júní verður pílagrímaganga um Síldarmannagötur úr Hvalfirði að Fitjakirkju í Skorradal. Gangan er „lífsganga – frá hjalla til hjalla“ þar sem landslagið er notað sem grundvöllur þess að förumenn „líta yfir farinn veg“ í innri og ytri merkingu. Hulda Guðmundsdóttir á …