Opinn fundur um kynningu á aðalskipulag Skorradalshrepps

Nú liggur fyrir tillaga að aðalskipulagi Skorradalshrepps. Af því tilefni boðar hreppsnefnd til opins fundar til að kynna íbúum, sumarhúsaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum tillöguna.
Við upphaf fundarins verður nýtt byggðarmerki hreppsins kynnt. Þá verður lögð fram tillaga að 2. útgáfu af Staðardagskrá 21 fyrir hreppinn.
Kaffiveitingar, allir velkomnir!

Fundurinn verður haldinn í Skátafelli í Skorradal, mánudaginn 8. júní kl. 20:30. Húsið opnar kl. 20:00.
Hreppsnefnd Skorradalshrepps