Byggðamerki Skorradalshrepps

Nýverið samþykkti hreppsnefnd Skorradalshrepps byggðarmerki hreppsins og hefur það verið skráð hjá Einkaleyfisstofu og birt almenningi samkv. 6. gr. rgl. nr. 112/1999 sbr. 5. gr. laga nr. 45/1998 ELS tíðindum 15.05.09 sjá vefsíðu. s. 72.
Hönnuður merkisins, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson er kunnugur dalnum því foreldrar hans Guðlaugur Þorvaldsson og Kristín H. Kristinsdóttur sem bæði eru látin, reistu sumarbústað fjölskyldunnar í landi Stóru-Drageyrar 1971.
Í táknmáli merkisins birtast helstu einkenni Skorradals: Skarðsheiðin með Skessuhornið sitt, grænn skógur í hlíðum og Skorradalsvatnið langt og mjótt. Í hyldjúpu vatninu ríkir kynjaskepna í líki orms og vitnar um sagnahefðir þeirra sem Skorradalinn hafa byggt um aldir. Með góðum vilja má yfirfæra tákn ormsins yfir fuglalíf vatnsins og greina um leið bókstafinn S.