Fimmtudaginn 29. janúar sl. kom Þórunn Sveinbjarnardóttir þáverandi umhverfisráðherra í Skorradalinn til þess að skrifa undir friðlýsingu Vatnshornsskógar í samræmi við þingsályktun um náttúruverndaráætlun. Friðlýsingin var unnin í samvinnu við Skorradalshrepp og Skógrækt ríkisins. Meðal markmiða friðlýsingarinnar er að tryggja að líffræðileg fjölbreytni vistgerða og vistkerfa svæðisins verði viðhaldið með því að vernda tegundir dýra, plantna og annarra lífvera ásamt …
Þorrablót í Brún
Þorrablót verður haldið í Brún Bæjarsveit laugardaginn 24. janúar n.k. Er þetta sameiginlegt þorrablót með fyrrum Andakílshreppi, Bæjarsveit og Skorradal. Hægt er að panta miða í síma 4370164, 4370007 eða 4371428 fyrir þriðjudaginn 20. janúar.
Fundargerð
Fundargerð hreppsnefndar frá fundinum 14. janúar 2009 er kominn inn á heimasíðuna undir fundargerðir hreppsnefndar.
Hreppsnefndarfundur
Næsti hreppsnefndarfundur Skorradalshrepps verður miðvikudaginn 14. janúar kl:21 að Grund.
Gleðilegt nýtt ár
Skorradalshreppur óskar sveitungum sínum, og nærsveitunum gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári. Þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári.
útsvarsprósenta
Á fundi hreppsnefndar 10.desember sl. var ákveðið að útsvarsprósenta Skorradalshrepps yrði sú sama og í fyrra þ.e.a.s. 11,24%
Bréf frá björgunarsveitinni Ok
Björgunarsveitin Ok óskar eftir styrk til þess að kaupa sæþotu og hafa staðsetta við Skorradalsvatn til þess að auka viðbragðstímann sinn til björgunaraðgerða á Skorradalsvatni. Síðast liðið sumar hvolfdi skútu á vatninu og var björgunarsveitin Ok kölluð út til að bjarga fólkinu. Sem betur fer fór allt vel en björgunarsveitin þurfti að reiða sig á lánsbúnað sumarhúsaeigenda við vatnið, en …
Hreppsnefndarfundur
Hreppsnefndarfundur verður í kvöld miðvikudaginn 10.desember kl:21 að Grund
Breytur fundardagur í hreppsnefnd
Fundur verður haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps þriðjudagskvöldið 11. nóvember kl:21 að Grund.
Fundargerð 26. fundar skipulags- og byggingarnefndar
Fundargerð 26. fundar skipulags- og byggingarnefndar er komin inn á netið undir flipann fundargerðir.