Laugardaginn 23.júní verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Þetta verkefni er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á Vesturlandi það eru: Skógræktin, Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Félag Skógareigenda á Vesturlandi. Skógardagurinn er liður í stóru átaksverkefni sem nefnist Líf í lundi og halda Skógræktarfélag Íslands, Landssamband skógareigenda og Skógræktin utan um það verkefni. Tilgangur skógardagsins er að kynna fólki skóg og …
Ljósmyndasýningin Fuglar í Skorradal
Í dag 16.júní kl:17 opnar Sigurjón Einarsson ljósmyndasýningu af fuglum úr Skorradal. Sýningin er útsýning á Stálpastöðum í Skorradal. https://www.facebook.com/photo.php?fbid=2278854235465763&set=gm.252599335287265&type=3
Úrslit sveitastjórnarkosninga í Skorradalshrepp 2018
Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 í Skorradalshreppi eru kunn, á kjörskrá voru 45 manns og af þeim kusu 39. Kjörsókn var 87%. Aðalmenn Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti 26 atkvæði Árni Hjörleifsson Horni 18 atkvæði Ástríður Guðmundsdóttir Neðri – Hrepp 17 atkvæði Sigrún Guttormsdóttir Þormar Dagverðarnesi 72 17 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 2 15 atkvæði Varamenn: Jón Arnar Guðmundsson Fitjum Valdimar Reynisson Hvammshlíð …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna sveitarstjórnarkosninga 2018
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fer laugardaginn 26.maí n.k. verður haldin í gamla húsinu á Mófellsstöðum. Kjörstaður opnar kl.12 Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Skorradalshrepp á Hvanneyri fram að kjördag. Einnig er hægt að fletta upp í kjörskrá á vefslóðinni https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=55a97c66-80d2-4b14-a8d4-018055ed824f
Gleðilegt sumar
Skorradalshreppur óskar íbúum, sumarhúsaeigendum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Auglýsing um sveitastjórnarkosningar 2018
Á grundvelli 1.mgr. 1.gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 26.maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 5.maí 2018. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrest. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist 31.mars 2018. Þetta …
AÐVÖRUN ELDHÆTTA
Ágætu Skorrdælingar, nú þegar snjóa hefur tekið upp víða í dalnum og þurr frostakafli við líði. Er rétt að benda fólki á að þurr sina og lauf í skóarbotnum, getur verið mjög eldfim og því er mikil nauðsyn á því, að allir fara varlega með eld. Förum varlega;
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020
Inni á síðunni skipulag í kynningu og auglýsingu er að finna tvær nýja auglýsingar sem eru annars vegar breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020 í landi Fitja og hins vegar breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020 í landi Indriðastaða og Mófellsstaða.
Frá oddvita
Ágætu Skorrdælingar, við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2018 var ákveðið að lækka álagningu fasteignagjalda á A- hluta úr 0,5% í 0,46% og á B-og C hluta úr 1,32% í 1,28%. Vænti ég þess að þessi lækkun mælist vel fyrir, en áfram verður unnið að frekari lækkun. Nú hefur útsvars prósentu á Skorrdælinga verið haldið í leyfilegu lágmarki 12,44% til margra …
Aðalskráning og greinagerð uppmælinga á fornminjum í Skorradal
Undir flipanum um Skorradal er að finna greinagerð á uppmælingum fornminja og aðalskráningu um fornminjar í framdal Skorradalshrepps. Þær má einnig nálgast hér. Aðalskráning fornminja í Skorradal – framdalur Greinagerð á uppmælingum fornminja í Skorradal