Kristín Jónsdóttir ljósmyndari á Hálsum í Skorradal hefur verið að taka mjög flottar landslagsmyndir undanfarið. Gaman er að geta þess að ein norðurljósamynda hennar prýðir kápu bókarinna National Georapihc.
Smalamennskur og réttir
Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt (Hreppsrétt): Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 14.september kl:10:00 og leitardagur er laugardaginn 13.september. seinni rétt er laugardaginn 28.september. Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið eru allar jarðir …
Hreppslaugarhlaup
Hreppslaugarhlaupið var hlaupið í annað sinn fimmtudaginn 14.ágúst sl. Það má segja að hlaupið sé komið komið til að vera þar sem aukning skráðra hlaupara jókst verulega á milli ára. Skráðir hlauparar í ár voru um 130 sem um 100 hlaupurum fleira heldur en í fyrra.
Yfirlitssýning á verkum Sigríðar Skarphéðinsdóttur
Laugardaginn 9. ágúst opnaði í fjósinu á Fitjum, yfirlitssýning á verkum Sigríðar Skarphéðinsdóttur. Sýningin verður opin um helgar fram í lok sept. frá kl. 12 til 18. Verið velkomin að skoða! Sigríður er fædd 3. júlí 1923 í Dagverðarnesi í Skorradal og er því orðiðn 91 árs. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf en fór í húsmæðraskóla og lauk handavinnukennaraprófi …
Skemman Kaffihús á Hvanneyri
Skemman Kaffihús er opið alla daga kl. 13-18. Boðið er uppá hágæða kaffi frá Reykjavík Roasters í nokkrum útgáfum og einnig erum við búnar að sérhæfa okkur í belgískum vöfflum. Að auki erum við með heitt súkkulaði, lífrænt te frá Gschwendner, bjóðum upp á hráköku og ýmislegt fleira.
Endurtalning atkvæða
Óskað var við kjörstjórn að endurtalning færi fram á atkvæðum til varamanna og var Guðjón Bragason lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélagi fengin til að vera viðstaddur svo öruggt væri að talning væri rétt framkvæmd. Varamenn eru: 1. Guðrún J. Guðmundsdóttir Efri – Hrepp 2. Ástríður Guðmundsdóttir Neðri – Hrepp 3. K. Hulda Guðmundsdóttir Fitjum 4. Jón Friðrik Snorrason Birkimóa 3 …
Hreppslaug
Búið er að opna Hreppslaug og er hún opin fimmtudaga og föstudaga kl. 19-23 laugardaga og sunnudaga kl 13-22
Úrslit sveitastjórnakosninga 2014
Á kjörskrá voru 48 manns og af þeim nýttu 40 manns sér atkvæðisrétt sinn eða 83.3% kjörsókn. Úrslit eru þessi: Aðalmenn Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti 24 atkvæði Sigrún Þormar Dagverðarnesi 72 23 atkvæði Árni Hjörleifsson Horni 20 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 20 atkvæði S. Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti 19 atkvæði Varamenn Guðrún J. Guðmundsdóttir Efri- Hrepp Ástríður Guðmundsdóttir Neðri-Hrepp Karólína Hulda …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Skorradalshreppi sem fram fara laugardaginn 31. maí 2014 verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag.
Týndur köttur
Ronja er týnd, hún er þrílit læða með svartan lepp fyrir öðru auganu, hún er ekki mannblendin. Ronja hefur ekki skilað sér heim í Hvammshlíð síðan laugadaginn 26.apríl. Þeir sem hafa séð hana eða vita hvar hún er niður komin eru beðnir að hafa samband í síma 847-8324 eða 868-8843 eða með tölvupósti skogaralfurinn@vesturland.is. Valdi og Þórný Hvammshlíð Skorradal.