Föstudaginn 6. ágúst, var undirritaður verksamningur milli Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps annars vegar og Íslenska Gámafélagsins ehf hins vegar um sorphirðu, rekstur móttökustöðva og ráðstöfun þess sorps sem til fellur. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um endanlega staðfestingu sveitarstjórnanna. Samningurinn tekur gildi 1. sept. n.k. og er til 5 ára eða 31. ágúst 2015 með þeirri undantekningu að hann …
Ljósmyndasýningi á Indriðastöðum
Smelltu á myndina til að stækka hana og lesa auglýsinguna betur.
Einbýlishús til leigu.
Til leigu einbýlishús í Birkimóa 3 Skorradal. Bílskúr fylgir. Stærð samtals 140 m2. Leiguverð 100.000 kr. á mánuði. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 4370005.
Umsóknareyðublöð
Undir síðunni skipulags- og byggingarmál er að finna umsóknareyðublöð til útprentunnar.
Húsin í sókninni
Sýningin Húsin í sókninni á Fitjum er opinn alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá 14-18.
Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017
Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017, kynning Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997–2017 boðar til kynningar á niðurfellingu svæðisskipulagsins, sbr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga m.s.br.. Kynningin fer fram föstudaginn 2. júlí 2010 frá kl. 10:00 – 12:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu skipulags- og byggingamála Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. F.h. samvinnunefndarinnar. Jökull Helgason skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar …
Hreppslaug
Nú er búið að opna Hreppslaug. Opnurtími laugarinnar er mán-fös 15-22 og lau-sun 12-22. Síminn í Hreppslaug er 4370027.
Útifjör á Skorradalsvatni 6. júní
Sunnudaginn 6. júní verða björgunarsveitirnar í Borgarfirði með útfjör við Skorradalsvatn k: 13. Þar verða tækin til sýnis, boðið upp á siglingar á vatni, grillaðar pylsur, farið í leiki og margt fleira skemmtilegt. Boðið er upp á sætaferðir frá Hyrnunni kl:12:45. Sjá auglýsingu með því að smella hér.
Niðurstöður sveitastjórnakosninga
Á kjörskrá voru 42 og kusu 22 eða 52,38% niðurstöðu kosninga urðu þessar. Aðalmenn: Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðakoti 21 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 20 atkvæði Davíð Pétursson Grund 19 atkvæði Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Efri-Hrepp 18 aktvæðii Karólína Hulda Guðmundsdóttir Fitjum 15 atkvæði Varamenn í þessari röð: Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti Jóhannes Guðjónsson Efri-Hrepp Jón Friðrik Snorrason Indriðastöðum Ágúst Árnason Felli …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Skorradalshreppi sem fram fara laugardaginn 29. maí 2010 verður haldinn í Skátaskálanum Skátafelli. Kjörstaður verður opnaður kl. 12. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps, Grund, og er til sýnis fram á kjördag. Kjörstjórn Skorradalshrepps