Viðburðarvika á Vesturlandi 23. apríl til 30.apríl og helgina 1. og 2. maí. 2009

Menningarráð Vesturlands mun senda út bækling þar sem auglýstir verða viðburðir sem standa yfir á þessum tíma. Með þessu viljum við hvetja til menningarviðburða af öllu tagi á þessum tíma. Beiðnir um þátttöku þurfa að berast fyrir 6. apríl á www.menning@vesturland.is. Upplýsingar gefur Elísabet Haraldsdóttir í síma 4332313/ og 8925290 og á heimasíðu www.menningarviti.is

Breyttur fundartími

Hreppsnefndarfundur sem vera átti miðvikudaginn 8. apríl n.k. verður þriðjudaginn 7. apríl kl:21.00.

Skipulags- og byygingarfulltrúi

Í dag lauk Árni Þór Helgason störfum hjá Skorradalshrepps. En honum var sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga hjá sveitarfélaginu.

opnun leikskólans Andabæjar

Í dag 26. mars var opinn dagur á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri en leikskólinn flutti í nýtt húsnæði í síðasta mánuði. í tillefni dagsins færði Skorradalshreppur leikskólanum 3 gröfur að gjöf frá Barnasmiðjunni.

Fundargerðir

Búið er að bæta við fundargerðirnar og er nú líka hægt að lesa fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar Borgarbyggðar- og Skorradalshrepps.

Fundur í hreppsnefnd Skorradalshrepps

Samkvæmt venju á að vera fundur í hreppsnefnd Skorradalshrepps miðvikudaginn 11. mars kl:21. Ef breyting verður á fundartíma verður það auglýst fljótlega.