12. okt. Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar – í Skorradal

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldin á Skorradalssvæðinu laugardaginn 12.okt. Björgunarsveitir félagsins verða við æfingar yfir daginn á svæðinu við fjölbreitt verkefni.
Markmiðið er að gera sveitirnar hæfari til að takast á við verkefni sem upp kunna að koma í útköllum. Á þessum tíma verða björgunarsveitarmenn og ökutæki á ferð um svæðið.
Fólk gæti komið að bílflökum í vegkanti með sjúklingum í en þau verða þá merkt og umsjónarmenn við staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunni mun taka þátt.