Landsæfing Slysavarnafélags Landsbjargar

Sælt veri fólkið
Núna á laugardaginn 12. okt. næstkomandi verður Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin í Borgarfirði.
Eitthvað af þeim verkefnum sem að björgunarsveitamenn þurfa að leysa verður hér í Skorradal, verkefnin eru margskonar og meðalannars leitarverkefni,viljum við því biðja ykkur að taka vel á móti björgunarsveitafólki og aðstoða eftir þörfum, óski það eftir að fá að leita í görðum ykkar eða í kringum hús. Eins má gera ráð fyrir meiri umferð bíla heldur en gengur og gerist, en við gerum nú ráð fyrir að það fari allt vel fram.
Með fyrirfram þökk og kærri kveðju
Sæunn Kjartansdóttir
Bjsv Heiðari