Áramótakveðja

Gleðilega hátíð Skorrdælingar. Þar sem veður hefur verið þannig
að frost og þurkur hefur ríkt og að auki lítill snjór sem hylur jörðu,
er rétt að benda á, í tengslum við áramót, að byðja alla að farið sé
varlega með eld (flugelda). Eins er rétt að taka tillit til dýra þegar
skotið er upp flugeldum.
Með von um gleðileg áramót og gleðilegt nýtt ár.
Árni Hjörleifsson oddviti