Ljósleiðari

Ágætu Skorrdælingar, nú er komið að lokum ársins og ekki hafnar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í dalnum. Margt hefur því miður valdið töfum, svo sem það að semja hefur þurft, við annað sveitarfélag um legu strengja. Eins hefur tekið lengri tíma, en menn áætluðu við að ná samkomulagi við verktaka um verkið. Stafar það meðal annars af því hvað lagnaleiðir eru margbrotnar. Styrkur Fjarskiptasjóðs var miðaður við að verkið væri unnið á árinu 2017, en ákvæði í 10. gr. samningsins gefur möguleika á, að verkið sé flutt yfir áramót og verður það ákvæði nýtt.
Styrkhæfir aðilar í Skorradalnum munu því njóta styrksins, jafnframt hefur fengist viðbótastyrkur á næsta ári, sem gefur þann möguleika að allt svæðið verði tekið fyrir á árinu 2018.
Ég óska svo íbúum Skorradalshrepps gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Árni Hjörleifsson oddviti.