Kveiknað hafði í jarðborunnarbíl í dag (mánudaginn 23. júní) um hálf sexleytið og var slökkvilið Borgarbyggðar kallað út til að ráða niðurlögum eldsins. Bíllinn hafði bilað við bæinn Horn og var verið að gera við hann þegar að eldurinn kom upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en húsið á bílnum mikið skemmt ef ekki ónýtt.