Bongóblíða

Einmuna veðurblíða hefur verið í Skorradalnum síðustu daga og hefur hitinn farið yfir 20 stig þegar best er. Bændur eru á fullu í heyskap og er einn bóndi búinn fyrir talsverðu síðan. Enginn ætti að vera svikinn af því að vera í dalnum núna og njóta blíðunnar.