Breyting Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 í landi Dagverðarnes

Beyting Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022

Í landi Dagverðarness

KYNNING – OPINN DAGUR

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 132. fundi sínu þann 23. maí 2019 að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar svæði ofan Skorradalsvegar (508) í landi Dagverðarness skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br..
Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér að hluti frístundabyggðasvæðis sem er 3,9 ha að stærð færist til og óbyggt svæði minnkar, en í þess stað verður skilgreint skógræktarsvæði.
Breytingin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is. Opinn dagur verður á skrifstofu sveitarfélagsins þann 4. júní 2019 milli kl. 10 og 12 þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér tillögu breytingar aðalskipulags.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps