
Hönnuður merkisins, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson er kunnugur dalnum því foreldrar hans Guðlaugur Þorvaldsson og Kristín H. Kristinsdóttur sem bæði eru látin, reistu sumarbústað fjölskyldunnar í landi Stóru-Drageyrar 1971.
Í táknmáli merkisins birtast helstu einkenni Skorradals: Skarðsheiðin með Skessuhornið sitt, grænn skógur í hlíðum og Skorradalsvatnið langt og mjótt. Í hyldjúpu vatninu ríkir kynjaskepna í líki orms og vitnar um sagnahefðir þeirra sem Skorradalinn hafa byggt um aldir. Með góðum vilja má yfirfæra tákn ormsins yfir fuglalíf vatnsins og greina um leið bókstafinn S.