Meðal markmiða friðlýsingarinnar er að tryggja að líffræðileg fjölbreytni vistgerða og vistkerfa svæðisins verði viðhaldið með því að vernda tegundir dýra, plantna og annarra lífvera ásamt erfðaauðlindum sem tegundirnar búa yfir og búsvæði þeirra. Ennfremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta rannsókna- útivistar- og fræðslugildi svæðisins. Heildarflatarmál friðlýsta svæðisins er 250 ha.