Hreppsnefndarfundur nr. 191

Auka hreppsnefndarfundur  verður haldinn mánudaginn 18.desember kl.18 á skrifstofu sveitarfélagsins Hvanneyrargötu 3.

Dagskrá
Almenn mál
1. Sameiningarmál – 2309008
Tekið fyrir bréf frá 22 einstaklingum úr Skorradalshrepp þar sem óskað er eftir fundi um sameiningarmál.

2. Sameiningarmál – 2309008
Framlögð tillaga að verklagi við óformlegar viðræður Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um sameiningu.

3. Ákörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2024 – 2311012
Tekið bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samkomulag sem sambandið gerði við ríkið um breytingu á hámarksútsvari vegna fjármögunun þjónustu við fatlað fólk.

Í samkomulaginu er m.a. gert ráð fyrir að hámarksútsvar sveitarfélaga hækki um 0,23% og fari úr 14,74% í 14,97%.

Skipulagsmál
4. Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk – 2309014
Málið var tekið fyrir á 174. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 19.9.2023 og einnig á 176. fundi nefndarinnar þann 28.11.2023 þar sem jarðamerkin voru lögð fram og kynnt án athugasemda. Formaður, skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi funduðu með settum sýslumanni þann 5. desember sl. og fóru yfir málið með honum. Jarðamerkin eru einnig sveitarfélagamörk á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.