Íbúafundur 29.janúar kl.19:30 í Brún Bæjarsveit

Fundarboð

Ágætu íbúar Skorradalshrepps
Íbúafundur verður haldinn í Brún Bæjarsveit mánudagskvöldið 29. janúar n.k.kl: 19:30 – 21:30.

Á fundinum gefst íbúum tækifæri til skoðanaskipta um sameiningarmál, sem og tillagna og fyrirspurna til hreppsnefndarfólks um sýn þeirra á fýsileika sameiningar við önnur sveitarfélög.

Til fundarins er boðað með 10 daga fyrirvara í samræmi við 108. gr. sveitarstjórnarlaga.

Dagskrá fundar er eftirfarandi:
• Framsögur
o Kynning á mögulegum sameiningarviðræðum við Borgarbyggð ásamt umræðu um valkostagreiningu við önnur sveitarfélög.
• Fyrirspurnir

Hreppsnefnd mun sitja fyrir svörum ásamt ráðgjafa frá KPMG.
Allir velkomnir og vonandi sjáum við sem flesta unga sem eldri.

f.h. hreppsnefndar Skorradalshrepps
Jón Einarsson, oddvit