Innbrot

Brotist hafði verið inn í Skátaskálann í Skorradal mánudaginn 7. júlí sl. Engu hafði verið stolið en skápar skildir eftir opnir. Ekki er vitað hverjir höfðu verið þarna að verki en þeir höfðu grafið holu á tjaldstæðinu við skálann og grillað þar mat og skilið eftir sig bjórdósir, sígarettur og annan sóðaskap.