Á málþinginu verða flutt þrjú erindi um Guðmund :
K. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum mun segja frá Guðmundi langafa sínum. ,,Hver var Guðmundur Ólafsson?“
Ingi Sigurðsson prófessor, frá Reykjum í Lundarreykjadal mun skoða fjórar af ritgerðum Guðmundar í sögulegu samhengi.
Bjarni Guðmundsson prófessor og safnsstjóri á Hvanneyri fjallar um nokkrar jarðræktarhugmyndir Guðmundar, efni þeirra og áhrif.
Þá munu Magnús Hallur Jónsson og Bjarni Frímann Bjarnason báðir við nám í „Hans Eisler“ tónlistarháskólanum í Berlín flytja íslensk lög, en Magnús Hallur á ættir að rekja í Fram-Skorradal. Höskuldur Einarsson síðasti bóndi í Vatnshorni var langafi hans.
Málþinginu mun stjórna Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti.
Málþingið verður haldið í Skemmunni á Fitjum. Það hefst kl. 14 og er gert ráð fyrir því ljúki um kl. 16. Á boðstólum verður miðdegishressing. Gjald fyrir þátttöku í málþinginu m/kaffi verður kr. 500,-
Það eru afkomendur Guðmundar Ólafssonar á Fitjum og Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri sem að málþinginu standa, með atbeina Snorrastofu í ReykholOn Mon, 05 Sep 2011 14:18:43 +0000