Losun rotþróa í Skorradalshrepp

Mánudaginn 5. október sl. hóf Hreinsitækni ehf. að losa rotþrær á svæði 6 í Vatnsendahlíð.

Áætlað er að Hreinsitækni vinni áfram inn eftir Skorradalsvatni fram til 16. október og taki þá tveggja vikna pásu en haldið verði áfram vinnunni í nóvember.

Til þess að hreinsun geti gengið sem best þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að hlið séu ólæst og búið sé að grafa frá þeim stútum sem eru niðurgrafnir. Einnig er hægt að merkja rotþrær sem ekki sjást vel með priki eða fána.

Endilega hafið samband við Birgittu hjá skrifstofu Skorradalshrepps í síma 431-1020 eða sendið tölvupóst á birgitta@skorradalur.is ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir.