Opið hús vegna breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 í landi Hvamms

Sveitarfélagið auglýsir opið hús á skrifstofu sveitarfélagsins þann 30. júní nk. milli kl. 10-14 að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri til að kynna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tillögu að breytingu aðalskipulags Skorradalshrepps sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.