Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 115. fundi sínum þann 7. júní 2018 að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulags er varðar tvær íbúðalóðir í landi Fitja skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br.. Í megin dráttum felur skipulagstillagan í sér að fyrirhugað er að skilgreina tvær íbúðalóðir á Fitjum. Lýsingin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu …
Smalamennskur og réttir haustið 2018
Smalamennskur og réttir Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum. Hornsrétt Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri. Fyrri rétt er sunnudaginn 9.september kl:10:00 og leitardagur er laugardaginn 8.september. seinni rétt er laugardaginn 22.september þegar að smölun …
Skrifstofa Skorradalshrepps lokuð til 9.ágúst.
Skrifstofa Skorradalshrepps verður lokuð til 9. ágúst. Ef nauðsyn krefur, þá er símanúmer oddvita 8920424 og varaoddvita 8477718.
Húsakönnun í framdal Skorradalshrepps
Þessi misseri er unnið að rannsóknum í framdal Skorradals vegna fyrirætlana um verndarsvæði í byggð á svæðinu. Í tengslum við þær var gerð húsakönnun á svæðinu á vormánuðum og liggja nú fyrir drög að skýrslu um könnunina. Skýrslan er unnin fyrir Skorradalshrepp af þeim Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Hún verður hluti af því efni sem lagt …
Árni Hjörleifsson kosinn oddviti til eins árs
Á fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar Skorradalshrepps nr. 120 sem haldin var 25.júní sl. var Árni Hjörleifsson endurkjörinn oddvit Skorradalshrepps til eins árs og Jón Éiríkur Einarsson varaoddviti.
Líf í lundi
Laugardaginn 23.júní verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Þetta verkefni er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á Vesturlandi það eru: Skógræktin, Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Félag Skógareigenda á Vesturlandi. Skógardagurinn er liður í stóru átaksverkefni sem nefnist Líf í lundi og halda Skógræktarfélag Íslands, Landssamband skógareigenda og Skógræktin utan um það verkefni. Tilgangur skógardagsins er að kynna fólki skóg og …
Ljósmyndasýningin Fuglar í Skorradal
Í dag 16.júní kl:17 opnar Sigurjón Einarsson ljósmyndasýningu af fuglum úr Skorradal. Sýningin er útsýning á Stálpastöðum í Skorradal. https://www.facebook.com/photo.php?fbid=2278854235465763&set=gm.252599335287265&type=3
Úrslit sveitastjórnarkosninga í Skorradalshrepp 2018
Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 í Skorradalshreppi eru kunn, á kjörskrá voru 45 manns og af þeim kusu 39. Kjörsókn var 87%. Aðalmenn Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti 26 atkvæði Árni Hjörleifsson Horni 18 atkvæði Ástríður Guðmundsdóttir Neðri – Hrepp 17 atkvæði Sigrún Guttormsdóttir Þormar Dagverðarnesi 72 17 atkvæði Pétur Davíðsson Grund 2 15 atkvæði Varamenn: Jón Arnar Guðmundsson Fitjum Valdimar Reynisson Hvammshlíð …
Tilkynning frá kjörstjórn Skorradalshrepps vegna sveitarstjórnarkosninga 2018
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fer laugardaginn 26.maí n.k. verður haldin í gamla húsinu á Mófellsstöðum. Kjörstaður opnar kl.12 Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Skorradalshrepp á Hvanneyri fram að kjördag. Einnig er hægt að fletta upp í kjörskrá á vefslóðinni https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=55a97c66-80d2-4b14-a8d4-018055ed824f
Gleðilegt sumar
Skorradalshreppur óskar íbúum, sumarhúsaeigendum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.