Kjörstaður í Skorradalshreppi er Skátaskálinn Skátafell. Kjörstaður verður opnaður kl. 12, laugardaginn 25. apríl n.k. Kjörskrá liggur frammi hjá Oddvita Skorradalshrepps fram að kjördegi. Kjörstjórn Skorradalshrepps Davíð Pétursson Fjóla Benediktsdóttir Finnbogi Gunnlaugsson
Hreppsnefndarfundur
Fyrirhugað er að hafa auka hreppsnefndarfund miðvikudaginn 15. apríl n.k.
Viðburðarvika á Vesturlandi 23. apríl til 30.apríl og helgina 1. og 2. maí. 2009
Menningarráð Vesturlands mun senda út bækling þar sem auglýstir verða viðburðir sem standa yfir á þessum tíma. Með þessu viljum við hvetja til menningarviðburða af öllu tagi á þessum tíma. Beiðnir um þátttöku þurfa að berast fyrir 6. apríl á www.menning@vesturland.is. Upplýsingar gefur Elísabet Haraldsdóttir í síma 4332313/ og 8925290 og á heimasíðu www.menningarviti.is
Breyttur fundartími
Hreppsnefndarfundur sem vera átti miðvikudaginn 8. apríl n.k. verður þriðjudaginn 7. apríl kl:21.00.
Skipulags- og byygingarfulltrúi
Í dag lauk Árni Þór Helgason störfum hjá Skorradalshrepps. En honum var sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga hjá sveitarfélaginu.
opnun leikskólans Andabæjar
Í dag 26. mars var opinn dagur á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri en leikskólinn flutti í nýtt húsnæði í síðasta mánuði. í tillefni dagsins færði Skorradalshreppur leikskólanum 3 gröfur að gjöf frá Barnasmiðjunni.
Fundargerðir
Búið er að bæta við fundargerðirnar og er nú líka hægt að lesa fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar Borgarbyggðar- og Skorradalshrepps.
Fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar
Fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 30 dagsett 10. mars 2009 er kominn inn á vefinn undir fundargerðir.
Breyttur fundartími í byggingar- og skipulagsnefnd
Fundur sem átti að vera í byggingar- og skipulagsnefnd mánudagskvöldið 9. mars frestast til þriðjudagskvöldsins 10. mars kl. 20.30
Fundur í hreppsnefnd Skorradalshrepps
Samkvæmt venju á að vera fundur í hreppsnefnd Skorradalshrepps miðvikudaginn 11. mars kl:21. Ef breyting verður á fundartíma verður það auglýst fljótlega.