Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar

Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar.

Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar.

Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, vegna efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt.
Nýmæli í styrkveitingununum að þessu sinni er að hluta af fjármagninu, sem til ráðstöfunar er, verður eyrnamerkt atvinnulausum konum sem hafa með góðar viðskiptahugmyndir. Skilyrði er að þær hafi sótt um styrk hjá Vinnumálastofnun til að þróa eigin viðskiptahugmynd en það úrræði er eitt af vinnumarkaðsúrræðum stofnunarinnar.
Kynningarfundir fyrir þennan hóp verða haldnir víðsvegar á landinu í fjarfundabúnaði. Á þeim verða styrkmöguleikar atvinnumála kvenna og þróun eigin viðskiptahugmyndar kynnt auk þess sem stutt námskeið verður um útfyllingu styrkumsóknar. Fulltrúar frá Impru og atvinnuþróunarfélögum munu síðan kynna sína þjónustu.
Fundirnir verða sem hér segir:
21.janúar kl. 14.00-16.00
Farskólinn, miðstöð símenntunar, Faxatorgi 1, Sauðárkróki

Þekkingarsetur Þingeyinga, Hafnarstétt 3, Húsavík

Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39, Egilsstöðum

Fræðslunet Suðurlands, Tryggvagötu 26, Selfossi

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4, Reykjanesbæ

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skeifunni 8, Reykjavík

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi

Ennfremur verða haldnir fjarfundir á Akureyri, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Akranesi, Patreksfirði og Hólmavík en tímasetning þeirra verður auglýst seinna.

Sótt er um styrki á vefsvæðinu www.atvinnumalkvenna.isá rafrænum umsóknareyðublöðum sem þar er að finna.
Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar má ennfremur finna á heimasíðunni.
Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins, Ásdís Guðmundsdóttir, í síma 582-4914 eða í netfanginu asdis.gudmundsdottir@vmst.is