smalamennskur og réttir haustið 2019

Ágætu sveitungar og aðrir eigendur jarða í Skorradalshrepp. Senn líður að göngum og réttum. Réttað er á eftirtöldum dögum.
Hornsrétt Leitarsvæði nær yfir lönd jarða í Andakíl sunnan Andakílsár og jarða í sunnan og neðanverðum Skorradal að Stóru-Drageyri.

Fyrri rétt er sunnudaginn 8.september kl:10:00 og leitardagur er laugardaginn 7.september.

seinni rétt er laugardaginn 21.september þegar að smölun lýkur.

Svarthamarsrétt: Leitarsvæðið eru allar jarðir í Skorradalshrepp sunnan Fitjaár allt að landi Litlu – Drageyrar.

Fyrri rétt er sunnudaginn 8.september kl: 10:00 og leitardagar eru

6.-7. september.

Seinni rétt er sunnudaginn 29.september þegar að smölun lýkur.

Oddsstaðarétt: Leitarsvæði nær yfir öll lönd jarða í norðanverðum Skorradal.

Fyrri rétt er miðvikdaginn 11.september kl:09:00 og leitardagar heimalanda eru 7. og 8. september.

Seinni rétt er sunnudaginn 29.september kl. 10:00.

Athygli er vakin á því að landeigendum jarða ber að smala sín heimalönd og nauðsynlegt er að gera það á settum smaladögum.
Oddviti Skorradalshrepps