Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki.
Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna.
Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar (kr.300.000), styrki til markaðssetningar (innanlands eða erlendis), vöruþróunar , hönnunar eða efniskostnaðar. Auk þess geta konur sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki, en hafa ekki hafið rekstur, eða eru að stofna fyrirtæki, sótt um styrk til að koma fyrirtækinu í framkvæmd (launastyrkur) og getur sá styrkur numið allt að 2 milljónum króna. Með þeirri umsókn þarf að fylgja fullgerð viðskiptaáætlun og er skilyrði að fyrirtækið hafi ekki hafið rekstur.
Hægt er að sækja um styrk fyrir allt að 50% af kostnaði verkefnis.
Einnig má senda fyrirspurnir í netfangið atvinnumalkvenna@atvinnumalkvenna.is