Sumarkveðja

Veturinn var nokkuð góður hér í Skorradalnum, t.d. ekki mikill snjór og því færð nokkuð góð og vonandi verður sumarið í sumar, ekki eins vætusamt og síðasta sumar.
Ýmis mál eru auðvita á borði hreppsnefndar og þar má helst nefna, lagningu ljósleiðara og verndaráætlun fyrir framdalinn.
Síðustu misseri hefur verið unnið að lagningu ljósleiðara og hefur þunginn af þeirri framkvæmd, mætt á stjórn Ljóspunkts, dótturfyritækis hreppsins, sem er skipuð þeim Pétur Davíðsson, Jóni E. Einarssyni og Sigrúnu Þormar.
Mörg og mismunandi vandamál koma auðvita upp við framkvæmd sem þessa, m.a. þar sem hluti lagna þurfti að fara um annað sveitarfélag. Mikill þungi af skipurlagningi verksins, hefur mætt á PD, þar sem hann hefur verið í forsvari fyrir hópnum.
Nú er hinsvegar byrjað að tengja styrkhæfa notendur og fögnum við því. Í framhaldinu, verður svo farið í það að leggja að og tengja frístunda húsin.
Vegamál og færð eru þau mál, sem snertir flesta, en þar sem tiltölulega snjólétt var í vetur, þurfti minna að moka. Framkvæmdir Vegagerðarinnar við Hvammsklifið munu hefjast í byrjun maí og meiga því þeir sem þurfa að fara þá leið, að búast við því, að einhverjar tafir verði, á meðan framkvæmdir standa yfir.
Vegagerðin hefur boðað að hluti af Mófellstaðarvegi, verði lagður varanlegu slitlagi á næsta ári og framkvæmdin, verði boðin út á þessu ári, en auðvita þarf að hvetja Vegagerðina til frekari framkvæmda.
Fyrir hönd hreppsnefndar Skorradalshrepps óska ég Skorrdælingum og öðrum landsmönnum gleðilegs sumars.
Árni Hjörleifsson, oddviti