Skorradalshreppur, með stuðningi Vinnumálastofnunar, auglýsir eftir sumarstarfsmanni.
Um er að ræða tveggja mánaða starf fyrir námsmann, eldri en 18. ára við heimildaöflun um alla gróðurelda sem skráðir hafa verið á Íslandi. Ekki er krafist sérþekkingar, en verkefnið útheimtir nákvæmi og þolinmæði. Vinnutímabil er frá 1. júní til 1.ágúst, eða eftir samkomulagi. Samkvæmt reglum Vinnumálastofnunar þurfa umsækjendur að vera með heimilisfesti í Skorradalshreppi.
Umsóknir ásamt staðfestingu um skólavist skulu póstlagðar til oddvita eigi síðar en 13. maí n.k. Oddviti Davíð Pétursson Grund Skorradal 311 Borgarnes